Friday, August 18, 2006
Thursday, August 03, 2006
Nú fer að styttast í lokin á þessu öllu saman. Á morgun er planið að breyta fluginu þ.a. ég komi heim 13.ágúst. Get ekki beðið. Ég á reyndar töluvert eftir af verkefninu en ég get allt eins unnið það heima á klakanum eins og að vinna það hérna úti. Fyrst ætlaði ég að koma heim 26.ágúst en flýtti því til 19.ágúst. Svo finnst mér bara ekkert allt of spes að vera hérna ein úti þar sem að ég leigi lítið herbergi hjá einni rússneskri (sem er reyndar alveg fín þannig séð) og hverfið er ekkert spes þ.a. ég verð glöð að fara héðan. Þarf bara að selja amk bílinn áður en ég fer. Það ætti að ganga vel enda eðalkaggi á ferð.
Maggi kláraði fyrirlesturinn sinn í síðustu viku og stóð sig náttúrulega mjög vel eins og við var búist. Masterinn loksins kominn í höfn. Get ekki beðið eftir því að vera búin sjálf.
Nú er dótið okkar allt farið og ég get með sanni sagt að ég stefni á að flytja aldrei aftur. Einhvern veginn virðast flutningar vera þannig að það getur ekki allt gengið eins og smurt. Þegar Maggi kom út var allt alveg ofboðslega skipulagt (eða átti að vera það) og búið að pakka nánast öllu ofaní kassa (þökk sé mömmu) en þó var alveg ágætt magn af stórum hlutum sem við þurftum að setja inn í plast. Við Maggi eyddum nánast öllum okkar tíma í að pakka því sem eftir var og sváfum því mjög lítið í staðinn. Svo fengum við nokkra fótboltastráka til að hjálpa okkur að bera hlutina niður og í gáminn á föstudaginn. Hins vegar ákvað trukkurinn sem við leigðum að koma 3 og hálfum tíma of seint og um leið og hann renndi í hlað og við búin að bera allt dótið niður á gras kom thunderstorm. Þá var bara sett á fullt og reynt að henda öllu annaðhvort undir þakskyggni eða inn í gáminn. Og svo náttúrulega til að toppa þetta hætti nánast að rigna þegar við vorum búin að pakka inn í gáminn. Get ekki sagt að ég hafi verið sátt við bílstjórann. Þvílíkt og annað eins stress og vesen. Sem betur fer var vel til vandað við innpökkun og nú krossum við bara fingur og vonum að ekkert hafi eyðilagst.
Annars lítið að frétta. Jú 2 af þessum 4 kjólum sem ég sýndi í síðasta bloggi eru komnir í hús :) og sá þriðji bíður á leiguskrifstofunni eftir að Dagmar komi frá klakanum aftur hingað til Blacksburg. Verður spennandi að sjá hvort að ég verði eins ánægð með hann og hina. Nú þarf ég bara að finna tækifæri til þess að vera í þeim.
Jæja, farin í bólið. Vonandi aðeins 10 dagar í heimkomu.
|
Maggi kláraði fyrirlesturinn sinn í síðustu viku og stóð sig náttúrulega mjög vel eins og við var búist. Masterinn loksins kominn í höfn. Get ekki beðið eftir því að vera búin sjálf.
Nú er dótið okkar allt farið og ég get með sanni sagt að ég stefni á að flytja aldrei aftur. Einhvern veginn virðast flutningar vera þannig að það getur ekki allt gengið eins og smurt. Þegar Maggi kom út var allt alveg ofboðslega skipulagt (eða átti að vera það) og búið að pakka nánast öllu ofaní kassa (þökk sé mömmu) en þó var alveg ágætt magn af stórum hlutum sem við þurftum að setja inn í plast. Við Maggi eyddum nánast öllum okkar tíma í að pakka því sem eftir var og sváfum því mjög lítið í staðinn. Svo fengum við nokkra fótboltastráka til að hjálpa okkur að bera hlutina niður og í gáminn á föstudaginn. Hins vegar ákvað trukkurinn sem við leigðum að koma 3 og hálfum tíma of seint og um leið og hann renndi í hlað og við búin að bera allt dótið niður á gras kom thunderstorm. Þá var bara sett á fullt og reynt að henda öllu annaðhvort undir þakskyggni eða inn í gáminn. Og svo náttúrulega til að toppa þetta hætti nánast að rigna þegar við vorum búin að pakka inn í gáminn. Get ekki sagt að ég hafi verið sátt við bílstjórann. Þvílíkt og annað eins stress og vesen. Sem betur fer var vel til vandað við innpökkun og nú krossum við bara fingur og vonum að ekkert hafi eyðilagst.
Annars lítið að frétta. Jú 2 af þessum 4 kjólum sem ég sýndi í síðasta bloggi eru komnir í hús :) og sá þriðji bíður á leiguskrifstofunni eftir að Dagmar komi frá klakanum aftur hingað til Blacksburg. Verður spennandi að sjá hvort að ég verði eins ánægð með hann og hina. Nú þarf ég bara að finna tækifæri til þess að vera í þeim.
Jæja, farin í bólið. Vonandi aðeins 10 dagar í heimkomu.
|
Wednesday, June 21, 2006
Mig langar svo að kaupa mér kjól(a). Ég veit eiginlega ekki hvað hefur komið yfir mig en ég er alltaf að skoða kjóla og oftast langar mig að kaupa amk 30% af þeim kjólunum sem ég sé. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að hanga á þessari síðu og skoða það sem er í boði. Til dæmis langar mig í þessa alla.


Ég á ábyggilega eftir að skipta um skoðun þegar ég máta þá en ég ætla sko pottþétt að kaupa einn kjól áður en ég fer heim. Þarf bara að gera mér ferð í Nordstrom........
|
Ég á ábyggilega eftir að skipta um skoðun þegar ég máta þá en ég ætla sko pottþétt að kaupa einn kjól áður en ég fer heim. Þarf bara að gera mér ferð í Nordstrom........
|
Monday, June 19, 2006
Jæja, rétt tæpar 2 vikur þar til Maggi fer heim. Get ekki sagt að það verði stuð en sem betur fer eru mamma og Helga að koma út í staðinn. Þær ætla að vera hérna þangað til Maggi kemur aftur út til að verja verkefnið sitt - eða í 3 vikur. Fínt að nota tvær svona skipulagðar í það að pakka niður dótinu í kassa. Á meðan get ég þá einbeitt mér að verkefninu mínu.
Annars var síðasta helgi alveg afskaplega notaleg. Þá voru nefnilega liðin 4 ár síðan Maggi áttaði sig á hvað hann vildi og var hann svo sætur að skipuleggja smá ferð út fyrir bæinn af því tilefni. Ferðinni var heitið upp að Mountain Lake - þar sem að Dirty Dancing var tekin upp. Þar fórum við út á bát að róa á vatninu og veiða. Meira að segja tókst okkur að veiða einn lítinn skrítinn fisk, sem við slepptum. Við vorum líka svo sniðug að taka hjólin með okkur og fórum í smá fjallahjólreiðar með meiru. Þar sem að ég og Maggi teljum okkur vera ágætlega góð á hjólunum okkar ákváðum við að taka smá challenge ferð og völdum eina af erfiðustu "trailunum" sem staðurinn bauð uppá. Þetta átti aðeins að vera um 4 km leið þ.a. við töldum að 1 og hálfur tími ætti að vera nægur tími fyrir þetta ásamt því að skipta um dress fyrir kvöldmatinn. Jæja, byrjaði nú á því að til þess að komast að leiðinni urðum við að fara upp frekar bratta og leiðinlega brekku. Eftir að hafa leitað aðeins hvar leiðin átti að byrja skelltum við okkur af stað. Verð að segja að þegar þeir sögðu að þessi leið væri difficult þá meintu þeir difficult. Þetta voru ekkert nema greinar, steinar og gras leið með tilheyrandi ójöfnum. Að auki var mikið um brattar brekkur bæði upp og niður. Ein brekkan var meira að segja svo brött að það var ekki nokkur leið að hjóla hana upp og mjög erfitt að reiða hjólin upp hana.
Eftir klukkutíma ferð vorum við Maggi enn inni í skógi einhvers staðar og höfðu ekki hugmynd um hvar eða hvenær leiðin endaði. Loksins fundum við leið út úr skóginum en þá tók við gríðarmikið grassvæði og ekki nein leið merkt. Náðum að finna leiðina aftur og loksins sáum við fyrir endann á þessu öllu. Þá allt í einu stoppar Maggi og segir svona frekar áhyggjufullur: "Uhh Sigga! Ég held við ættum að hjóla frekar hratt. Ég held ég hafi séð björn, eða bjarnarhún. Amk hefur þetta verið frekar stór hundur sem hreyfir sig eins og björn."............get ekki sagt að ég hafi verið allt of ánægð með það. Nokkuð ljóst að við BRUNUÐUM restina af leiðinni. Rétt svo náðum á hótelið til að fresta kvöldverðinum um hálftíma. Fengum líka staðfestingu þar að birnir búa virkilega í skóginum þ.a. þetta var ekki ímyndun hjá Magga.
Svo var bara slappað af og borðaður góður matur um kvöldið. Alveg æðisleg helgi - akkúrat það sem maður þurfti til þess að hafa einbeitingu svona á lokasprettinum. Setti inn einhverjar myndir frá helginni undir Nýjar myndir.
|
Annars var síðasta helgi alveg afskaplega notaleg. Þá voru nefnilega liðin 4 ár síðan Maggi áttaði sig á hvað hann vildi og var hann svo sætur að skipuleggja smá ferð út fyrir bæinn af því tilefni. Ferðinni var heitið upp að Mountain Lake - þar sem að Dirty Dancing var tekin upp. Þar fórum við út á bát að róa á vatninu og veiða. Meira að segja tókst okkur að veiða einn lítinn skrítinn fisk, sem við slepptum. Við vorum líka svo sniðug að taka hjólin með okkur og fórum í smá fjallahjólreiðar með meiru. Þar sem að ég og Maggi teljum okkur vera ágætlega góð á hjólunum okkar ákváðum við að taka smá challenge ferð og völdum eina af erfiðustu "trailunum" sem staðurinn bauð uppá. Þetta átti aðeins að vera um 4 km leið þ.a. við töldum að 1 og hálfur tími ætti að vera nægur tími fyrir þetta ásamt því að skipta um dress fyrir kvöldmatinn. Jæja, byrjaði nú á því að til þess að komast að leiðinni urðum við að fara upp frekar bratta og leiðinlega brekku. Eftir að hafa leitað aðeins hvar leiðin átti að byrja skelltum við okkur af stað. Verð að segja að þegar þeir sögðu að þessi leið væri difficult þá meintu þeir difficult. Þetta voru ekkert nema greinar, steinar og gras leið með tilheyrandi ójöfnum. Að auki var mikið um brattar brekkur bæði upp og niður. Ein brekkan var meira að segja svo brött að það var ekki nokkur leið að hjóla hana upp og mjög erfitt að reiða hjólin upp hana.
Eftir klukkutíma ferð vorum við Maggi enn inni í skógi einhvers staðar og höfðu ekki hugmynd um hvar eða hvenær leiðin endaði. Loksins fundum við leið út úr skóginum en þá tók við gríðarmikið grassvæði og ekki nein leið merkt. Náðum að finna leiðina aftur og loksins sáum við fyrir endann á þessu öllu. Þá allt í einu stoppar Maggi og segir svona frekar áhyggjufullur: "Uhh Sigga! Ég held við ættum að hjóla frekar hratt. Ég held ég hafi séð björn, eða bjarnarhún. Amk hefur þetta verið frekar stór hundur sem hreyfir sig eins og björn."............get ekki sagt að ég hafi verið allt of ánægð með það. Nokkuð ljóst að við BRUNUÐUM restina af leiðinni. Rétt svo náðum á hótelið til að fresta kvöldverðinum um hálftíma. Fengum líka staðfestingu þar að birnir búa virkilega í skóginum þ.a. þetta var ekki ímyndun hjá Magga.
Svo var bara slappað af og borðaður góður matur um kvöldið. Alveg æðisleg helgi - akkúrat það sem maður þurfti til þess að hafa einbeitingu svona á lokasprettinum. Setti inn einhverjar myndir frá helginni undir Nýjar myndir.
|
Friday, June 02, 2006
Jæja, þá eru komin 4 blogg í röð hjá yfirbloggaranum Sigríði, þ.a. ætli maður geti verið þekktur fyrir annað en að lauma einu inn sjálfur. Held að ég geti sagt að það sé loksins farið að sjá fyrir endan á dvölinni hérna. Er búinn að panta mér flug heim og er væntanlegur til landsins þann 2. júlí. Þarf svo að skjótast aftur út til þess að verja lokaritgerðina og pakka dótinu okkar í gám í lok júlí. Finnst ég bara vera búinn að koma ár minni nokkuð vel fyrir borð en planið er, eins og Sigga var búin að minnast á, að fá þær mæðgur Elísabetu og Helgu hérna út um leið og ég fer heim og munu þær fá að sjá um að koma mestu af okkar dóti ofan í kassa. Á meðan get ég verið heima að spila fótbolta, finna út í hvaða jakkafötum ég ætla að mæta í í vinnuna og fleira skemmtilegt í þeim dúr. Að lokum þá er ég að hugsa um að láta breyta nafninu mínu í Pete Sampras sökum þess hversu illviðráðanlegar tennisuppgjafirnar mínar eru orðnar. Þið getið e.t.v. giskað á hver vann tennisinn í dag... múhahahaha
|
|
Wednesday, May 31, 2006
Ég held að ég sé ekki gerð fyrir mikinn hita. Frá því um helgina er búið að vera sól og svona 30 stiga hiti sem að ég náttúrulega tók fagnandi enda ætla ég mér sko aldeilis að vinna hægt og bítandi í brúnkunni minni. Ég var nú ekki mikið úti á laugardaginn, fór svo í sólbað í 2 tíma á sunnudaginn og eftir það var ég gjörsamlega out. Fékk þennan líka slæma hausverk og var bara alveg út úr heiminum allt sunnudagskvöldið. Greyið Maggi vissi bara ekki alveg hvaða manneskja þetta var sem lá inni í rúmi.......bannaði honum að tala og ég veit ekki hvað og hvað. Mér tókst þó á endanum að sofna eftir að hafa tekið verkjatöflu og var búin að losna við hausverkinn þegar ég vaknaði daginn eftir. Er síðan búin að vera hálf asnaleg í hausnum síðan á sunnudaginn.......
Ég hef því ekki þorað að fara mikið út og njóta sólarinnar. Mér finnst eiginlega líka bara allt of heitt. Við höfum nú samt farið 2 síðustu daga út að spila tennis og passað okkur að vera ekki á ferðinni fyrir 6..... því þá er pottþétt að sólin er farin af vellinum og maður getur spilað almennilega. En mikið rosalega erum við orðin góð í tennis :)
Annars er lítið sem gerist. Erum bara bæði að hamast við að vinna eins vel og við getum. Maggi ætlar að reyna að koma sér heim í byrjun júlí og ég er farin að hugsa þannig að því duglegri sem ég er því fyrr get ég komist heim. Ég ÆTLA mér að taka flugið sem ég á pantað 26.ágúst.......amk ætla ég að reyna eins og ég get.
Á morgun á ég svo að fá hið æsispennandi magaæfingatæki. Verður fróðlegt að sjá hvort það er eins gott og sagt er að það sé. Þetta á að hindra að maður fái í bakið þegar maður gerir magaæfingar og á að vera mun áhrifaríkara. Ekki veitir af að fara að vinna á bumbunni sinni.
Jæja, farin í sturtu eftir stórleik í tennis.
p.s. Ég VANN Magga!!!!!!!!!!!!!!!!!! Vá hvað ég verð óþolandi í kvöld.
|
Ég hef því ekki þorað að fara mikið út og njóta sólarinnar. Mér finnst eiginlega líka bara allt of heitt. Við höfum nú samt farið 2 síðustu daga út að spila tennis og passað okkur að vera ekki á ferðinni fyrir 6..... því þá er pottþétt að sólin er farin af vellinum og maður getur spilað almennilega. En mikið rosalega erum við orðin góð í tennis :)
Annars er lítið sem gerist. Erum bara bæði að hamast við að vinna eins vel og við getum. Maggi ætlar að reyna að koma sér heim í byrjun júlí og ég er farin að hugsa þannig að því duglegri sem ég er því fyrr get ég komist heim. Ég ÆTLA mér að taka flugið sem ég á pantað 26.ágúst.......amk ætla ég að reyna eins og ég get.
Á morgun á ég svo að fá hið æsispennandi magaæfingatæki. Verður fróðlegt að sjá hvort það er eins gott og sagt er að það sé. Þetta á að hindra að maður fái í bakið þegar maður gerir magaæfingar og á að vera mun áhrifaríkara. Ekki veitir af að fara að vinna á bumbunni sinni.
Jæja, farin í sturtu eftir stórleik í tennis.
p.s. Ég VANN Magga!!!!!!!!!!!!!!!!!! Vá hvað ég verð óþolandi í kvöld.
|
Friday, May 26, 2006
Fyrsta blogg á nýju IBM tölvunni minni. Ég er sko ekkert smá sátt við gripinn - ég nota reyndar mína gömlu enn, enda ekki nema rétt rúmlega ársgömul og enn algjör gæðatölva. Mig langaði bara svo mikið í IBM Thinkpad og þar sem að við fundum ofsalega góðan díl á ebay skelltum við okkur á eina svona. Nú þarf ég bara að finna einhvern sem vill kaupa gömlu tölvuna........anyone!!!!!
Þessa dagana er mikið um skipulag ásamt því að kaupgleðin er í hámarki. Það helsta núna er að finna út hvenær Maggi getur varið verkefnið sitt svo að hann geti ákveðið flugin sín heim og aftur út og aftur heim. Í kvöld keypti mamma líka flug hingað út fyrir sig og Helgu og ætla þær tvær að koma hingað á meðan Maggi er heima í júlí. Ég veit ekki hversu mikið ég mun skemmta þeim enda verð ég líklega á fullu að skrifa en þá verður amk einhver heima og ég ekki ein í stóru íbúðinni. Ég plataði svo pabba í að kaupa sér borðtölvu hérna úti sem fær að fljóta með í gámnum og gekk frá þeim kaupum í dag. Á morgun er stefnan sett á að fara til Roanoke til að ná í jakkafötin sem við vorum búin að finna þar.
Annars gengur verkefnið mitt örlítið betur og ég er búin að leysa vandamálið sem ég hef verið að ströggla við síðustu 3 mánuði. Nú er bara að krossa fingur og vona að allt gangi "smooth" hér eftir. Þá ætti ég vonandi að ná að gera sem mest áður en ég tek flugið heim á klakann í lok ágúst. Vonandi næ ég að vera fyrir þann tíma líka svo að ég þurfi ekki að fara aukaferð til Blacksburg í haust.
Hmmm ekkert spes blogg. Well mér finnst þetta merkilegt......
|
Þessa dagana er mikið um skipulag ásamt því að kaupgleðin er í hámarki. Það helsta núna er að finna út hvenær Maggi getur varið verkefnið sitt svo að hann geti ákveðið flugin sín heim og aftur út og aftur heim. Í kvöld keypti mamma líka flug hingað út fyrir sig og Helgu og ætla þær tvær að koma hingað á meðan Maggi er heima í júlí. Ég veit ekki hversu mikið ég mun skemmta þeim enda verð ég líklega á fullu að skrifa en þá verður amk einhver heima og ég ekki ein í stóru íbúðinni. Ég plataði svo pabba í að kaupa sér borðtölvu hérna úti sem fær að fljóta með í gámnum og gekk frá þeim kaupum í dag. Á morgun er stefnan sett á að fara til Roanoke til að ná í jakkafötin sem við vorum búin að finna þar.
Annars gengur verkefnið mitt örlítið betur og ég er búin að leysa vandamálið sem ég hef verið að ströggla við síðustu 3 mánuði. Nú er bara að krossa fingur og vona að allt gangi "smooth" hér eftir. Þá ætti ég vonandi að ná að gera sem mest áður en ég tek flugið heim á klakann í lok ágúst. Vonandi næ ég að vera fyrir þann tíma líka svo að ég þurfi ekki að fara aukaferð til Blacksburg í haust.
Hmmm ekkert spes blogg. Well mér finnst þetta merkilegt......
|